Daniel Day-Lewis í helgan stein

Daniel Day-Lewis.
Daniel Day-Lewis. AFP

Breski kvikmyndaleikarinn og óskarsverðlaunahafinn Daniel Day-Lewis hefur ákveðið að segja skilið við leiklistina. Þetta tilkynnti talskona hans, Leslee Dart, í gær. Síðasta hlutverkið sem hann lék var í kvikmyndinni Phantom Thread sem frumsýnd verður í lok þessa árs.

Day-Lewis er einhver virtasti kvikmyndaleikari sinnar kynslóðar en hann er sextugur að aldri. Dart sagði leikarann gríðarlega þakklátann öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum tíðina. Hvorki hann né fulltrúar hans ætluðu að tjá sig frekar um ákvörðunina.

Fram kemur á fréttavef Daily Telegraph að þetta sé þó ekki í fyrsta sinn sem Day-Lewis hafi lýst því yfir að hann væri sestur í helgan stein.

Day-Lewis er eini karlleikarinn sem hefur unnið þrjá óskara fyrir aðalhlutverk, fyrir; My Left Foot (1989), There Will Be Blood (2007) og Lincoln (2012). Hann er kvæntur handritshöfundinum og leikstjóranum Rebecca Miller og eiga þau þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes