Daniel Day-Lewis í helgan stein

Daniel Day-Lewis.
Daniel Day-Lewis. AFP

Breski kvikmyndaleikarinn og óskarsverðlaunahafinn Daniel Day-Lewis hefur ákveðið að segja skilið við leiklistina. Þetta tilkynnti talskona hans, Leslee Dart, í gær. Síðasta hlutverkið sem hann lék var í kvikmyndinni Phantom Thread sem frumsýnd verður í lok þessa árs.

Day-Lewis er einhver virtasti kvikmyndaleikari sinnar kynslóðar en hann er sextugur að aldri. Dart sagði leikarann gríðarlega þakklátann öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum tíðina. Hvorki hann né fulltrúar hans ætluðu að tjá sig frekar um ákvörðunina.

Fram kemur á fréttavef Daily Telegraph að þetta sé þó ekki í fyrsta sinn sem Day-Lewis hafi lýst því yfir að hann væri sestur í helgan stein.

Day-Lewis er eini karlleikarinn sem hefur unnið þrjá óskara fyrir aðalhlutverk, fyrir; My Left Foot (1989), There Will Be Blood (2007) og Lincoln (2012). Hann er kvæntur handritshöfundinum og leikstjóranum Rebecca Miller og eiga þau þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka