Norski smiðurinn Torfinn Aamodt var fenginn til þess að aðstoða Matt LeBlanc og félaga í sjónvarpsþættinum Top Gear í Noregi. Hlutverk Aamodt, sem á íslenska kærustu, var að kenna á vélsög sem notuð var við tökur á þættinum.
Sandra Sigurjónsdóttir, kærasta Aamodt, sagði í samtali við mbl.is að vel hefði farið á með þeim félögum og hafi LeBlanc verið einstaklega vinalegur og eðlilegur. Aamodt mun þó ekki koma fram í þættinum sjálfur en hans hlutverk var að kenna á vélsög sem kemur við sögu í þættinum. Vinur Aamodt fékk hann í þetta verkefni.
LeBlanc er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Joey í sjónvarpsþáttunum Friends en hann er nú einn af stjórnendum Top Gear. Aðstandendur þáttarins lentu upp á kant við norsku lögregluna eftir að bifreið á vegum þáttarins mældist á allt 244 km hraða á miðvikudaginn.
Sandra og Aamodt komu við sögu hjá mbl.is fyrr á árinu þegar þau gerðu upp óðalssetur sem faðir Torfinns byggði árið 1990.