Fékk óhugnanlegar hringingar frá Díönu

Camilla fékk að finna fyrir tilfinningum og ójafnvægi Díönu.
Camilla fékk að finna fyrir tilfinningum og ójafnvægi Díönu. mbl.is/AFP

Camilla, hertogaynjan af Cornwall og eiginkona Karls Bretaprins, verður 70 ára í sumar og af tilefninu kom út ítarleg ævisaga hennar. Daily Mail birtir brot úr bókinni en í bókinni er Díönu lýst sem taugatrekktri konu og með Camillu nánast á heilanum þrátt fyrir að vera sjálf ekki svo saklaus af framhjáhaldi. 

Díana spurði meðal annars Camillu á heimili vina þeirra árið 1989 hvað væri eiginlega í gangi á milli hennar og Karls. „Ég var ekki fædd í gær,“ sagði Díana. En Camilla var ekki sátt með að Díana hafi gert þetta fyrir framan annað fólk. 

Díana er sögð hafa verið í miklu ójafnvægi seint á níunda áratugnum fram á miðjan tíunda áratug. Hún er sögð hafa séð samsærismenn í öllum hornum og átti hún það til að hætta að tala við vini sína, fjölskyldu og starfsfólk sitt. 

Fram kemur í bókinni að hún hafi skilið eftir óhugnanleg skilaboð á símsvara fólks. „Ég veit þú ert mér ótrúr,“ las Díana inn á símsvara Patrick Jephson, einkaritara síns. Einkaritari Karls fékk svipuð skilaboð. 

Camilla fékk öllu óhugnanlegri skilaboð frá prinsessunni en einkaritararnir en Díana átti það til að hringja um miðja nótt án þess að kynna sig. „Ég er búin að senda einhvern til að drepa þig. Þeir eru í garðinum. Kíktu út um gluggann, geturðu séð þá?“ Einhvern veginn svoleiðis hljómuðu skilaboðin til Camillu. 

Ástin entist ekki lengi hjá þeim Díönu og Karli.
Ástin entist ekki lengi hjá þeim Díönu og Karli. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir