Hafið aftur á svið

Ólafur Haukur Símonarson.
Ólafur Haukur Símonarson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar verður jólasýning Þjóðleikhússins sem frumsýnd er á Stóra sviðinu 26. desember.

Leikritið sló í gegn þegar það var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1992 og samnefnd kvikmynd Baltasar Kormáks byggð á því 2002 öðlaðist miklar vinsældir. Verkið er nú sviðsett í Þjóðleikhúsinu í nýrri gerð, á 70 ára afmæli leikskáldsins. Ólafur Haukur hefur uppfært leikritið og breytt persónugalleríinu, en sjaldgæft er að íslensk verk séu tekin aftur til sýninga í atvinnuleikhúsi. 

Þröstur Leó Gunnarsson.
Þröstur Leó Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hafið hlaut á sínum tíma Menningarverðlaun DV, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna og valið til sýningar á leiklistarhátíðinni í Bonn auk þess að vera sett upp víða um Evrópu. Leikritið kemur út í nýju leikritasafni í tilefni af stórafmæli skáldsins.

Hafið fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn.  Systkinin vilja að faðirinn selji kvótann og flytji í þjónustuíbúð í Reykjavík. Gamli jaxlinn hefur aðrar fyrirætlanir. Hann býður börnunum sínum og mökum þeirra í áramótaheimsókn. Uppgjör innan fjölskyldunnar er óumflýjanlegt og ljóst að enginn verður samur eftir. 

Guðrún Gísladóttir.
Guðrún Gísladóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í hlutverki föðurins er Þröstur Leó Gunnarsson, en aðrir leikarar uppfærslunnar eru Elva Ósk Ólafsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Snorri Engilbertsson, Snæfríður Ingvarsdóttir, Oddur Júlíusson, Baltasar Breki Samper og Birgitta Birgisdóttir. 

Sólveig Arnarsdóttir.
Sólveig Arnarsdóttir. mbl.is/G.Rúnar

Leikmynd hannar Finnur Arnar Arnarson, búninga Þórunn María Jónsdóttir og lýsingu Ólafur Ágúst Stefánsson. Tónlist semur Guðmundur Óskar Guðmundsson og hljóðmynd er í höndum Kristjáns Sigmundar Einarssonar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir