Nýtt verk eftir Tyrfing í haust

Tyrfingur Tyrfingsson.
Tyrfingur Tyrfingsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kartöfluæturnar er nýtt íslenskt verk eftir Tyrfing Tyrfingsson sem verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í september. Áður hefur Borgarleikhúsið sýnt eftir hann leikritin Bláskjá og Auglýsingu ársins ásamt stuttverkinu Skúrinn á sléttunni, en Tyrfingur starfaði sem hússkáld Borgarleikhússins 2014 og 2015. Í Kartöfluætunum fjallar Tyrfingur um venjulega en jafnframt skrautlega íslenska fjölskyldu sem tekst á við meðvirkni, stjórnsemi og baráttuna við að lifa af. Örvænting, skömm, sektarkennd, leyndardómar og lygi koma við sögu og er þessum tilfinningum lýst með húmor og stíl sem einkenna höfundinn. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir og leikarar eru Atli Rafn Sigurðarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio