Bandaríska söngkonan Lady Gaga styður Ed Sheeran en söngvarinn ákvað í gær að hætta á Twitter eftir að hafa fengið mikið af grimmilegum skilaboðum, sum frá aðdáendum Gaga.
„Ég óska þess að fólk netinu geti verið jákvætt. Það gæti skapað samfélag sem er gott og hvetjandi, ekki hatursfullt og meiðandi,“ skrifaði Gaga við mynd af sér og Sheeran sem hún birti á Instagram.
„Það er engin ástæða til að rífa einhvern í sig eingöngu vegna þess að honum gengur vel,“ skrifaði Gaga.
Sheeran sagðist hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að hann áttaði sig á því að þessi skilaboð hefðu neikvæð áhrif á hann. Söngvarinn bætti við að hann væri oft að reyna komast að því af hverju fólki líkaði ekki við hann.