Sandy Rogen, mamma grínleikarans Seth Rogens, er vinsæl á Twitter. Hún er dugleg að gera grín og er henni ekkert of heilagt samkvæmt People. Hins vegar er leikarinn ekki jafnánægður með tístin.
„Að sofna eftir kynlíf er eins og shavasana eftir jóga!“ skrifaði Sandy á Twitter. Hins vegar vilja fáir heyra mömmu sína tala um kynlíf og það sama má segja um Hollywood-stjörnur, meira að segja þær allra fyndnustu. „Jesus f-- Christ mamma,“ tísti Seth til baka.
Rogen hefur greinilega fengið húmorinn frá móður sinni, en Sandy er vinsæl á Twitter og er með næstum því 42 þúsund fylgjendur.
I needed a new ballsack!!! pic.twitter.com/wBiOE5VZIT
— Sandy Rogen (@RogenSandy) December 27, 2013