Biðst afökunar á dólgslátum

Shia LaBeouf hefur beðist afsökunar á því að ógna lögreglumanni.
Shia LaBeouf hefur beðist afsökunar á því að ógna lögreglumanni. AFP

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Shia LaBeouf hef­ur beðist af­sök­un­ar eft­ir að hann var hand­tek­inn fyr­ir að ógna lög­reglu­manni síðasta laug­ar­dag.

„Ég skamm­ast mín gíf­ur­lega fyr­ir hegðun mína og hef eng­ar af­sak­an­ir fyr­ir henni,“ stóð í skila­boðum sem LaBeouf birti á Twitter í gær. 

Leik­ar­inn bætti því við að hann ætli að vinna í því að verða edrú þar sem hann sé bú­inn að vera fík­ill of lengi og von­ar að botn­in­um sé náð.  

LaBeouf ógnaði lög­reglu­manni eft­ir að hann neitaði að gefa hon­um síga­rettu sam­kvæmt til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar í Georgíu-fylki.

Mynd­band af hand­tök­unni hef­ur farið eins og eld­ur um sinu um netið en á mynd­band­inu heyr­ist LaBeouf ásaka lög­reglu­menn­ina um að vera ras­ist­ar vegna þess að hann seg­ir þá aðeins hafa hand­tekið sig fyr­ir að vera hvít­ur. 

Þetta er í annað skipti sem leik­ar­inn er hand­tek­inn á þessu ári. 

#IAMSORRY

A post shared by Shia LaBeouf (@shiala­beouf) on Jul 12, 2017 at 4:51pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú kannt að glæða gamla hluti nýju lífi og gætir gert þér mat úr því með því að kaupa gamla hluti og selja þá uppgerða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú kannt að glæða gamla hluti nýju lífi og gætir gert þér mat úr því með því að kaupa gamla hluti og selja þá uppgerða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason