Chester Bennington, söngvari Linkin Park, er látinn 41 árs að aldri. Frá þessu greinir breska ríkissjónvarpið BBC og vísar til upplýsinga frá dánardómstjóra í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Slúðursíðan TMZ hefur eftir lögreglu að Chester hefði framið sjálfsmorð með því að hengja sig en lík hans fannst í morgun. Hann var náinn Chris Cornell sem framdi sjálfsmorð í maí á þessu ári, en Cornell hefði orðið 53 ára í dag.
Chester lætur eftir sig ekkju og sex börn úr tveimur hjónaböndum. Hann átti við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða.