Bandaríski leikarinn John Heard, sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem fjölskyldufaðirinn í Home Alone kvikmyndunum, er látinn 72 ára að aldri.
Vefsíðan TMZ greinir frá því að leikarinn hafi fundist látinn á hótelherbergi í Palo Alto í Kaliforníu, þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á baki.