Dansar undir berum himni

Dj Dóra Júlía.
Dj Dóra Júlía.

Plötusnúðurinn DJ Dóra Júlía verður með „lunch beat“ í á Bernhöftstorfunni við Lækjartorg í hádeginu á morgun.

„Þetta er klukkutími í hádeginu þar sem ég er með DJ sett undir berum himni og fólk getur komið að dansa,“ segir Dóra en veðrið hefur heldur betur leikið við landsmenn síðustu daga og samkvæmt veðurspánni á veðrið að vera í kringum 20 stiga hiti í hádeginu á morgun.

Uppákoman er í samstarfi við Reykjavíkurborg og ölgerðina og verður frítt Pepsi Max á staðnum fyrir þá sem mæta. Þetta er þriðja „lunch beat“ DJ Dóru Júlíu í sumar af sex. 

„Allir eru velkomnir að kíkja við og hlusta á frábæra tóna, njóta sumarsins, dansa og fá sér ískalt pepsi max,“ segir DJ Dóra Júlía en ekkert kostar að taka þátt.

Meiri upplýsingar um viðburðinn er að finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup