Ömurlegt að vera þekkt sem fyrrverandi

Cressida Bonas er þreytt á því að vera kölluð fyrrverandi …
Cressida Bonas er þreytt á því að vera kölluð fyrrverandi kærasta Harry Bretaprins. mbl.is/AFP

Cressida Bonas talaði um hvað henni finnst ömurlegt að vera bara þekkt sem fyrrverandi kærasta Harry Bretaprins í viðtali við BBC í vikunni en tímaritið Hello greinir frá þessu.

Bonas, sem er leikkona, var í tveggja ára sambandi með Harry árin 2012 til 2014.

Í viðtalinu talar hún um það að sambandið við Harry hafi látið hana skilja það hvernig það er að vera skilgreind út frá manni sem er frægari en maður sjálfur. „Þetta er alveg ótrúlega pirrandi, sérstaklega í þeim bransa sem ég er í,“ bætti hún við. 

Harry og Bonas eru sögð hafa hætt saman því að sambandið var of mikið í sviðsljósinu og það hafði neikvæð áhrif á leikferill Bonas.

Bonas fer nú með aðalhlutverk í leikritinu Mrs Owell þar sem að hún fer með hlutverk Soniu, seinni eiginkonu breska rithöfundsins George Orwell.

Harry Bretaprins er nú búinn að vera í árssambandi við bandarísku leikkonuna Meghan Markle en í seinustu viku fóru þau saman til Afríku til þess að fagna 36 ára afmæli hennar.  

Harry Bretaprins og fyrrverandi kærasta hans Cressida Bones
Harry Bretaprins og fyrrverandi kærasta hans Cressida Bones AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir