Píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson og Kristinn Sigmundsson óperusöngvari deildu heilsíðu í New York Times í vikunni en það er ekki á hverjum degi sem tvær greinar um Íslendinga sjást hlið við hlið í stærsta dagblaði Bandaríkjanna.
Á heilsíðunni er stór mynd þar sem Kristinn Sigmundsson gnæfir yfir fjölda fólks er hann syngur í óperunni Don Giovanni í New York. Í greininni gefur blaðamaður New York Times sýningunni glimrandi dóma.
Fyrir neðan þá grein er mynd af Víkingi þar sem hann situr við píanó og undir henni er viðtal við hann þar sem hann talar meðal annars um tónleika sína á Mozart-hátíðinni í New York.