Grínistinn og rithöfundurinn Halldór Halldórsson eða Dóri DNA eins og margir þekkja hann er í miklu betra formi en hann var fyrir tveimur árum.
Í morgun birti Halldór tvær myndir af sér á twittersíðu sinni teknar með tveggja ára millibili þar sem mikill munur er á vaxtarlagi hans á milli mynda.
Halldór stundar hnefaleika af kappi og hleypur mikið en um helgina hljóp hann tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Reykjadal, en það var í fyrsta skiptið sem hann hljóp í almenningshlaupi. Halldór var líka andlit Reykjarvíkurmaraþonsins og lék í öllum auglýsingum fyrir hlaupið.
Undir myndina skrifar Halldór að hann hafi upplifað sig „mjög cool“ á báðum ljósmyndunum.
Tvær ljósmyndir. Teknar með tveggja ára millibili. Upplifði mig mjög cool á þeim báðum. pic.twitter.com/vYbeob7r4K
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) August 21, 2017