Guðrún Sóley Gestsdóttir hefur þótt bæði sniðug og skemmtileg í morgunútvarpi Rásar 2. Nú er hún farin að stýra menningarumfjöllun RÚV í Kastljósinu. Eins og áhorfendur sáu í gær var Guðrún Sóley eins og fiskur í vatni.
Guðrún Sóley hefur stýrt morgunútvarpinu í tvö ár ásamt Sigmari Guðmundssyni. Hafa efnistökin verið skemmtileg og má búast við að hún muni hrista örlítið upp í menningarumfjöllun á skjánum.