Snapchat-stjörnurnar sameinast á hvíta tjaldinu

Frá samlestri kvikmyndarinnar Fullir vasar í gær. Tökur hefjast í …
Frá samlestri kvikmyndarinnar Fullir vasar í gær. Tökur hefjast í byrjun september. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Undirbúningur kvikmyndarinnar „Fullir vasar“ stendur nú sem hæst en tökur á kvikmyndinni hefjast 4. september. Myndin fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands og fer þá af stað ótrúleg atburðarás sem enginn sá fyrir. 

Þó að aðalleikarar myndarinnar séu flestum landsmönnum góðkunnir, og þá sérstaklega snjallsímakynslóðinni, þá er þetta frumraun þeirra flestra á hvíta tjaldinu. Hjálmar Örn Hjálmarsson, snappari og skemmtikraftur, fer með aðalhlutverk myndarinnar en í stærstu hlutverkunum auk hans eru Aron Már Ólafsson (Aron Mola) og Áttu-mennirnir Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera meðal vinsælustu Íslendinganna á Snapchat.

Hló mikið upphátt þegar hann las fyrst í gegnum handritið

Anton Sigurðsson leikstýrir myndinni en hann leikstýrði m.a. kvikmyndinni Grimmd. Hugmyndin byrjaði hjá Aktive Productions, sem framleiðir myndina, og þeim Agli og Nökkva og var í framhaldinu leitað til Antons sem samdi einnig handrit myndarinnar. 

mbl.is kom við á samlestri leikaranna í gærkvöldi og tók Nökkva Fjalar tali. Hann kveðst hæstánægður með viðtökurnar sem stikla myndarinnar fékk á Facebook, en henni var hent í loftið til þess að athuga áhuga fólks á verkefninu. 

„Þetta voru góðar viðtökur, við fengum mikið af orðsendingum í kringum þetta, svo núna er bara að keyra á þetta og láta verða af þessu,“ segir Nökkvi. 

„Fyrir ári bjóst ég ekki við því að vera að leika í einhverri bíómynd, þetta er mjög nýtt fyrir manni en ég ætla að gera mitt besta. En Egill bjóst náttúrlega við þessu, hann er gífurlegt talent,“ segir Nökkvi á léttu nótunum.

Spurður út í hlutverk sitt í myndinni segir Nökkvi karakterinn sinn í myndinni ekkert vera svo ólíkan hinum raunverulega Nökkva. „Hann er aðeins meiri vitleysingur þó að ég sé mikill vitleysingur. Gífurlega meðvirkur, eins og ég sem segi já við öllu þó ég hugsi nei,“ segir hann. „Við Egill leikum bestu vini sem flækjast inn í söguþráðinn, hann er fauti með yfirhöndina í vináttunni, en það er samt ekki lýsandi fyrir lífið,“ segir Nökkvi og skellir upp úr.

Nökkvi segir verkefnið vera virkilega spennandi og kveðst ánægður með teymið sem stendur að baki myndarinnar. „Hjálmar hefur verið að leika með okkur í Neinei-þáttunum og er algjör snillingur og flottur leikari. Aron Már tók mig inn í 12:00 nefndina í Versló á sínum tíma, það er gaman að taka að sér svona stórt verkefni með honum,“ segir Nökkvi. 

„Þetta er skemmtilegt handrit, grín og spenna. Það er tekið þarna á íslenskum pælingum og plottið er skemmtilegt. Ég hló mikið upphátt þegar ég las það fyrst í gegn,“ segir Nökkvi.

Tökur standa yfir allan september og hugsanlega eitthvað fram í október. Stefnt er að frumsýningu á vormánuðum 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir