Georg litli er byrjaður í skóla

Fyrsti skóladagur Georgs var í dag.
Fyrsti skóladagur Georgs var í dag. mbl.is/AFP

Georg prins byrjaði í Thomas's Battersea skólanum í dag en Vilhjálmur Bretaprins faðir hans fylgdi honum í skólann fyrsta skóladaginn. 

Katrín hertogaynja var ekki með þeim feðgum í för en það verður að teljast líklegt að hún hafi ekki treyst sér þar sem hún þjáist af mikilli morgunógleði. Nýlega var tilkynnt um að hertogahjónin ættu von á sínu þriðja barni. 

Thomas's Battersea skólinn er fínn einkaskóli í London og eru skólagjöldin fyrir hinn fjögurra ára gamla prins ekki ókeypis en þau kosta yfir tvær milljónir íslenskra króna

Þó svo að um fínan einkaskóla er að ræða er hann ekki talinn jafn formlegur og Wetherby skólinn sem Vilhjálmur og Harry voru í. 

Yfirkennari yngri deildar Battersea skólans tók á móti Georgi.
Yfirkennari yngri deildar Battersea skólans tók á móti Georgi. mbl.is/AFP
Feðgarnir Vilhjálmur og Georg.
Feðgarnir Vilhjálmur og Georg. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton