Yfir tvær milljónir hafa skoðað myndband Bjarkar við lagið The Gate eftir að það var frumsýnt á vefsíðu Nowness í gær.
Myndbandið var unnið í samvinnu við Alessandro Michele, sem hefur hannað fyrir Gucci, og listamanninn Andrew Thomas Huang, að því er segir í tilkynningu.
„The Gate er í eðli sínu ástarlag, en ég á við ást í æðra veldi. Vulnicura fjallaði um persónulegan missi, og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel enn mikilfenglegri. Hún snýst um að enduruppgötva ást en fremur á andlegan hátt, þar sem mig skortir rétta orðið til að lýsa þessari ást,“ sagði Björk í viðtali við Dazed Magazine.
Lagið The Gate hljómar á væntanlegri plötu Bjarkar.