Sár út í Söruh Jessicu Parker

Kim Cattrall.
Kim Cattrall. mbl.is/AFP

Nýlega bárust fréttir af því að hætt hafi verið við þriðju kvikmyndina um Beðmál í borginni. Leikkonunni Kim Cattrall var kennt um að hætt var við myndina en hún var sögð hafa gert of háar kröfur. Þessu neitar hún þó og sagði frá sinni hlið í þættinum Life Stories með Piers Morgan. 

Cattrall er ekki ánægð með þá neikvæðu umfjöllun sem hún hefur fengið. Hún hafi verið að neita því núna í næstum því ár að vera kröfuhörð díva. Hún er einnig sár út í meðleikkonu sína Söruh Jessicu Parker. „Mér finnst eins og hún hefði getað verið almennilegri,“ sagði Cattrall um Parker. „Ég veit ekki hvert vandamál hennar er, ég hef aldrei vitað það.“

Svo virðist sem að vinkonurnar fjórar í þáttunum séu ekki miklar vinkonur í raunveruleikunum. „Þær eiga allar börn og ég er tíu árum eldri og sérstaklega eftir að þáttaraðirnar kláruðust hef ég eytt mest af mínum tíma utan New York þannig ég hitti þær ekki,“ sagði Cattrall og segir það sem þær áttu sameiginlegt voru þáttaraðirnar og nú séu það búið. 

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg