This is Us-stjarnan Justin Hartley gekk að eiga unnustu sína, leikkonuna Chrishell Stause, á laugardaginn. Athöfnin var róleg og persónuleg og fékk People einkaréttinn á myndunum.
Meðleikarar Hartley úr sjónvarpsþáttunum létu sig ekki vanta og fögnuðu þau Mandy Moore, Milo Ventimiglia og Chrizzy Mets nýbökuðu hjónunum.
Frægðarsól Hartley hefur risið hátt síðasta árið eða síðan sjónvarpsþættirnir This is Us voru frumsýndir. Stause varð meðal annars þekkt fyrir leik sinn í bandarísku sápuóperunni Days of Our Lives.