Marilyn Manson var að gefa út myndband við lagið KILL4ME sem skartar Johnny Depp í aðalhlutverki. Depp lék einnig í myndbandi við lagið Say10 sem Manson sendi frá sér í síðasta mánuði.
Leikstjórinn Bill Yukich leikstýrir Depp í báðum myndböndum en bæði myndböndin þykja klámfengin. Yukich gengur þó lengra í nýja myndbandinu þar sem má sjá Depp í trekanti með tveimur konum.