Sá kynþokkafyllsti

Blake Shelton.
Blake Shelton. Wikipedia/DoD News

Sveitasöngvarinn Blake Shelton, sem einnig er þekktur fyrir hlutverk sitt sem dómari í sjónvarpsþáttunum The Voice, er kynþokkafyllsti karlmaðurinn sem enn er með lífsmarki að mati tímaritsins People Magazine.

Shelton, sem er 41 árs, er unnusti tónlistarkonunnar Gwen Stefani, sem virðist vera á sömu skoðun og álitsgjafar tímaritsins við val á kynþokkafyllsta karli jarðar. Shelton, sem elskar mat og þótti heldur þrekvaxinn í eina tíð, samkvæmt frétt AFP, hló dátt þegar hann frétti af útnefningunni. 

„Þetta verður notað gegn mér í öllum samtölum hér eftir. Hvort heldur sem það er í The Voice eða þegar ég fæ mér að borða í Tishomingo, Oklahoma. Eða í samtölum við lækni,“ segir Shelton.

„Þið hafið rétt fyrir ykkur. Ég er herra kynþokki. Ég hef alltaf verið ljótur en ef mér tekst að vera kynþokkafullur í eitt ár þá tek ég því. Ég tek því.“

Starfsbróðir hans í The Voice, Adam Levine sem er í hljómsveitinni Maroon 5, hefur einnig orðið þess heiður aðnjótandi að vera álitinn sá kynþokkafyllsti. 

Hér er hægt að lesa umfjöllun People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach