Óskarsverðlaunaleikarinn Daniel Day-Lewis hefur leikið í sinni síðustu mynd. Leikarinn sem er aðeins sextugur veit ekki af hverju hann er að hætta.
Í viðtali við W segist hann ekki vera búin að finna út úr því af hverju hann hafi ákveðið að kveðja farsælan feril sinn. Hann ætlar ekki að horfa á myndina Phantom Thread en myndin er hans síðasta.
Day-Lewis hefur oft ákveðið að hætta eftir tökur á myndum en í þetta sinn ætlar hann að standa með ákvörðunin og sendi út tilkynningu til þess að gera ákvörðunina bindandi. Hann segist hafa þurft að gera þetta.
Leikarinn sem hreifst af leiklistinni 12 ára gamall hyggst nú kanna heiminn á annan hátt en í gegnum persónur sem hann hefur leikið. Að láta af leiklistinni er þó ekki létt fyrir Day-Lewis sem finnur ennþá fyrir sorg, annað væri óðeðlilegt segir hann.