Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 voru kynntar í 29. sinn við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum nú á sjötta tímanum. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fræðibóka og rita almenns efnis og fagurbókmennta, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki.
Formenn dómnefndanna þriggja, sem valið hafa tilnefningarnar, munu í framhaldinu koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 verða afhent á Bessastöðum um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.
Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka:
Dómnefnd skipuðu Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.
Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:
Dómnefnd skipuðu Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.
Tilnefningar í flokki fagurbókmennta:
Dómnefnd skipuðu Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.
Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda voru í ár lögð fram 38 verk í flokki fræðibóka og rita almenns efnis; 25 verk í flokki barna- og ungmennabóka og 47 verk í flokki fagurbókmennta.