Harry og Markle í fyrstu heimsókninni

Harry prins og Meghan Markle ræða við íbúa Notthingham í …
Harry prins og Meghan Markle ræða við íbúa Notthingham í heimsókninni í dag. AFP

Harry prins og verðandi eiginkona hans, bandaríska leikkonan Meghan Markle, eru nú í Notthingham í sinni fyrstu opinberu heimsókn saman, að því er BBC greinir frá.

Harry og Markle  heimsóttu góðgerðarmarkað Terrence Higgins Trust-samtakanna í  Notthingham í tilefni af alþjóðaalnæmisdeginum.

Hópar fólks höfðu safnast saman þar fyrir utan til að taka á móti turtildúfunum sem skoðuðu markaðinn nú í morgun, en halda því næst til fundar við skólameistara skóla í nágrenninu, auk þess sem þau munu hitta nemendur í Notthingham Academy-skólanum.

Parið tilkynnti um trúlofun sína á mánudag, en þau munu ganga í hjónaband í Windsor-kastala í maí á næsta ári.

Harry hefur komið reglulega til Nottingham frá 2013 er hann fyrst hitti unglinga þar í tengslum við málefni ungs fólks og ofbeldi, sem hann var þá að kynna sér.

Ári síðar kom hann á fót Full Effect-áætluninni sem ætlað er að stöðva ofbeldi ungs fólks í borginni.

Fjölmiðlafulltrúi prinsins segir Harry hlakka til að kynna Markle fyrir samfélagi sem sé orðið honum kært og að hún geti ekki beðið eftir að hitta fólkið sem hann hafi talað svo mikið um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen