Peningar eru sýra sem virkar hægt

Feðgarnir Þórarinn Leifsson og Leifur Ottó.
Feðgarnir Þórarinn Leifsson og Leifur Ottó. Eggert Jóhannesson

Þótt Þór­ar­inn Leifs­son hafi helst unnið sér orð fyr­ir barna­bæk­ur sín­ar hef­ur hann líka skrifað fyr­ir full­orðna og í vik­unni kom skáld­sag­an Kalda­kol þar sem við sögu kem­ur meðal ann­ars rým­ing Íslands og rým­islista­verkið Ísland allt á Tem­p­el­hof-flug­velli í Berlín.

Þór­ar­inn, sem býr í Berlín, seg­ir að kveikj­una að bók­inni megi ein­mitt rekja til at­kvæðagreiðslu um framtíð vall­ar­ins. „Flug­vell­in­um er lokað 2008 og fyr­ir nokkr­um árum var hald­in sam­keppni um hvað ætti eig­in­lega að gera við svæðið og sam­hliða því fór fram hin klass­íska umræða um kapí­tal­isma og al­manna­rými. Það sem var svo óvenju­legt við Tem­p­el­hof-kosn­ing­una 2015 var að al­menn­ing­ur vann, meiri­hlut­inn kaus að flug­vall­ar­svæðið yrði ekki skert til að hægt yrði að byggja.“

Pen­ing­ar eru sýra sem virk­ar hægt og ró­lega

– Í bók­inni still­ir þú líka upp list og pen­ing­um, það hvernig pen­inga­öfl nota allt í sína þágu, ást og vænt­umþykju og nátt­úr­una og auðvitað list­ina líka.

„Það verður alltaf tog­streita þegar lista­menn eru komn­ir of ná­lægt pen­ing­um, svona VG-Sjálf­stæðis­flokk­ur-tog­streita, en lista­menn eru samt háðir pen­ing­um, þurfa pen­inga til að lifa. Þetta er það grátt svæði að það er ekki hægt að hafa eina skýra af­stöðu. Ég held að lista­menn þurfi í eðli sínu að vera tæki­færissinn­ar til þess að dæmið gangi upp.“

– Það er hægt að vera trúr list­inni, en pen­ing­arn­ir smita allt.

„Þeir skemma allt á end­an­um. Þeir eru nauðsyn­leg­ir, græðandi áburður en ef það er of mikið af hon­um drepst gróður­inn. Allt góða vinstr­aliðið sem ég hef þekkt í gegn­um árin fer á end­an­um að þiggja kokkteila hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um og verður hægris­innaðra með aldr­in­um. Pen­ing­ar eru sýra sem virk­ar hægt og ró­lega.“

– Á hvaða stigi ert þú?

„Ég er ein­hvers staðar í miðjunni,“ seg­ir Þór­ar­inn og hlær, „ég er vinstra meg­in við Miðflokk­inn.“

Svört heims­mynd

– Heims­mynd­in sem birt­ist í Kalda­koli er býsna svört.

„Bók­in er skrifuð und­ir áhrif­um af því að vera í Berlín og af því sögu­lega sam­hengi sem er þar. Mér finnst nú­tím­inn ekki vera eins og ég lýsi hon­um í Kalda­koli og írón­ískt nokk, þá var ég far­inn að vinna við ferðamannaiðnaðinn dag­inn eft­ir að ég kláraði bók­ina, var send­ur út með míkró­fón og þar með orðinn hluti af þess­ari paródíu og uni mér vel við það.

Sá dökki tónn sem er í bók­inni bygg­ist á því hvað og hvenær hún var skrifuð, við hvaða aðstæður, í hvaða um­hverfi og svo fram­veg­is. Ég var að klára hjóna­band í sögu­lega mjög dökku um­hverfi með kalda stríðið og seinni heims­styrj­öld­ina yfir mér. Það get­ur vel verið að hún hefði orðið eitt­hvað allt annað ef ég hefði skrifað hana á Hellu.“

– Tem­p­el­hof-flug­vall­ar­svæðið er merki­legt rými þegar maður kem­ur inn í garðinn, þetta gríðarlega stóra opna svæði í borg­inni, en í bók­inni verður til annað merki­legt svæði – Ísland án Íslend­inga.

„Já, þessi villta nátt­úra sem alla túrista dreym­ir um, það sem þeir elska mest er þegar landið er tómt sem ég held að Íslend­ing­ar séu ekki al­veg bún­ir að átta sig á. Túrist­arn­ir vilja helst ekki sjá tré eða hús og helst enga Íslend­inga, þeir vilja losna við hel­vít­is Íslend­ing­ana,“ seg­ir Þór­ar­inn og hlær.

– Án þess ég vilji upp­lýsa of mikið um bók­ina af til­lits­semi við vænt­an­lega les­end­ur þá er end­ir henn­ar býsna kald­hæðinn.

„Já, hann er kald­hæðinn og það býr líka ákveðið póli­tískt komm­ent und­ir öllu án þess það sé flokks­bundið komm­ent. Það er ákveðin gagn­rýni und­ir­liggj­andi, en svo vissi ég ekki fyrr en eft­ir á að menn hafa und­an­farið verið að skrifa hér heima um eign á landi og fleira sem ég kem inn á í bók­inni. Ég lagði samt áherslu á að þetta yrði ekki ein­hver paródía á ís­lenska stjórn­mála­menn, það er eng­inn Sig­mund­ur Davíð eða Bjarni Ben. eða Kata Jak­obs, ég vildi ekki að þetta yrði ein­hver pist­ill eða ára­móta­s­kaup.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka