Hjartasteinn vinnur EUFA-verðlaunin

Úr kvikmyndinni.
Úr kvikmyndinni.

Kvikmyndin Hjartasteinn vann í kvöld til EUFA-verðlaunanna, European University Film Award. EUFA-verðlaunin eru á vegum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, Kvikmyndahátíðarinnar í Hamborg og Kvikmyndaverðlauna Quebec-háskóla, í samstarfi við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. 

Verðlaunin voru afhent í Berlín, þar sem Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna.

Af þeim 66 kvikmyndum sem voru í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fimm þeirra tilnefndar til EUFA-verðlaunanna í ár. Þeirra á meðal eru finnska kvikmyndin The Other Side of Hope eftir Aki Kaurismäki og rússneska kvikmyndin Loveless eftir Andrei Zvyagintsev – sem eru báðar tilnefndar í nokkrum flokkum fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, þar á meðal fyrir bestu kvikmynd og besta leikstjóra.

Myndirnar fimm voru sýndar og ræddar í 20 háskólum í 20 Evrópulöndum og í kjölfarið komst hver skóli að niðurstöðu um hver væri besta myndin að þeirra mati. 

Þetta er annað árið sem EUFA-verðlaunin eru veitt. Í fyrra vann hin margverðlaunaða kvikmynd Ken Loach, I, Daniel Blake, til verðlaunanna. Hjartasteinn hefur unnið til 45 alþjóðlegra verðlauna, auk þess að vinna til níu Edduverðlauna í febrúar síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup