Stefán grefur sína eigin gröf

Stefán Karl Stefánsson ætlar að grafa sína eigin gröf í …
Stefán Karl Stefánsson ætlar að grafa sína eigin gröf í Háskólabíó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefur barist fyrir lífi sínu síðan hann greindist með krabbamein í fyrra. 

„Nú leggur hann af stað með forsölu á uppistandi sínu sem ég hef fengið að fylgjast með verða til allar götur frá því að hann og Ari Eldjárn sátu og reyttu af sér brandarana á LSH. Þá var Stefán þar inniliggjandi og hjúkrunarfræðingarnir sussuðu blíðlega á okkur þegar vitleysan barst fram gangana.

Ari Eldjárn sagði við okkur eitthvað á þá leið, að þó vissulega væri staða Stefáns ekki öfundsverð þá fylgdi dauðadómi eftirsóknarvert og ótakmarkað frelsi til orðs og æðis. Það væri sumsé öfundsvert fyrir grínista að geta bara látið allt flakka.

Stefán jánkaði því að dauðadómi fylgdi algert og frelsandi ábyrgðarleysi, sullaði yfir sig viljandi og hringdi bjöllunni.

Þegar búið var að hafa á honum endaskipti sagði hann sigri hrósandi: „Sko, þetta leyfist manni þegar Visakortið er með lengri gildistíma en maður sjálfur“,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eiginkona Stefáns Karls. 

Þetta gerði það að verkum að nú er Stefán Karl búinn að búa til uppistandið Stefán Karl grefur sína eigin gröf sem verður í Háskólabíó 2. mars. 18 ára aldurstakmark er á uppistandið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson