Það er ekki bara heimakonan Rihanna sem eyddi jólunum á Barbados. Eyjan er vinsæll áfangastaður meðal þeirra sem eiga pening og í ár eins og vanalega eyddu fjölmargar stjörnur jólunum á Barbados.
Smartland greindi frá því að Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, fór í jólafrí til Barbados. Stórlaxar úr skemmtanabransanum fengu sömu hugmynd og Róbert.
Leikarinn Mark Wahlberg fór í jólafrí til Barbados með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Rhea Durham og börnum þeirra og skemmti sér á ströndinni og snekkju.
Tónlistarmógúllinn Simon Cowell er tíður gestur á Barbados og fór hann í jólafrí til Barbados með barnsmóður sinni Lauren Silverman og þriggja ára syni þeirra Eric.
Fyrirsætan og Íslandsvinkonan Lady Victoria Hervey sem var sérstakur gestur á Reykjavík Fashion Festival fyrr á árinu eyddi einnig jólafríinu sínu í að sleikja sólina á Barbados.
Jólafrí söngkonunnar Rihönnu á Barbados var líklega öllu verra en hjá hinum þar sem frændi söngkonunnar lést stuttu eftir að hún hitti hann á jóladag.