Án ástarinnar væri lífið fátækara

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson.
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson. Ljósmynd/Saga Sig

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sem skipa hljómsveitina Sycamore Tree hafa nú gefið frá sér lagið Shelter. Gunni segir að Ágústa Eva hafi misskilið hann og því það getað orðið raunin að lagið færi ekki á plötuna. 

„Shelter er titillagið á plötunni okkar sem kom út síðasta haust. Við höfum beðið spennt að senda það frá okkur þar sem okkur þykir mjög vænt um það. Okkur finnst líka sérstaklega skemmtilegt að spila það á tónleikum enda stemningslag með stóru hjarta. Það munaði reyndar engu að lagið yrði ekki á plötunni. Við áttum eitt pláss eftir og ég sendi á Águstu Evu hvaða lag hún myndi velja og hún svaraði „Shelter“. Mér leist bara vel á það. En, það sem ég ekki vissi er að Ágústa Eva var að meina allt annað lag. Hún einfaldlega ruglaði nöfnunum saman,“ segir Gunni.

Það kom síðan ekki í ljós fyrr en eftir að vinnan við upptökur lagsins var hafin að Ágústa Eva sagði að þetta væri bara alls ekkert lagið sem hún meinti.

„Ég held að þetta hafi ekki verið tilviljun. Shelter átti að koma út núna. Lagið sem Ágústa Eva hélt hún væri að tala um fer á ansi þéttan lager okkar og mun líta dagsins ljós á árinu,“ segir hann.

Shelter fjallar um hvað ástin er sterkt fyrirbæri og þegar fólk verndar og passar upp á hvort annað.

„Án hennar værum við svo sannarlega fátækari. Lagið fjallar líka um óttann að verða hafnað af þeim sem maður elskar. Allt fer samt vel. Textinn er viðkvæmur og brothættur og enginn er betri en Ágústa Eva að túlka slíka texta. Það er ekki fyrir alla söngvara. Þetta lag er einstaklega vel sungið hjá Ágústu Evu og kemur við mann satt að segja þegar maður hlustar á hana. Þetta er líka eina lag plötunnar sem ég syng með henni. Það gefur smá lit í viðlögunum,“ segir hann og bætir við:  

„Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi samhliða útgáfunni á Shelter og munum við senda vikulega í janúar remix eða endurhljóðblöndun af laginu með vel völdum listamönnum. Listamennirnir fengu algert frelsi og munum við fá gjörólíkar útgáfur á laginu sem er mjög spennandi. Fyrsta remixið sem kemur út núna er eftir Magnús Jóhann Ragnarsson. Hann er ungt músíkséni og mun klárlega vekja athygli á næstu árum. Miklir hæfileikar þar á ferð.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup