Við hverju má búast á Golden Globe?

Stjörnurnar munu skína skært í Beverly Hills í kvöld þegar Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 75. skipti.

Hátíðin markar upphaf uppskerutímans í Hollywood, en margar verðlaunahátíðir fylgja í kjölfarið og nær verðlaunatímabilið hápunkti í mars þegar sjálf Óskarsverðlaunin verða afhent. Að sama skapi er hátíðin sú fyrsta sem haldin er eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Gold­en Globe-verðlaun­in verða því af­hent í skugga fjöl­margra hneykslis­mála sem tengj­ast kyn­ferðis­legri áreitni og of­beldi í Hollywood.

Það er allt að smella fyrir 75. Golden Globe verðlaunahátíðina.
Það er allt að smella fyrir 75. Golden Globe verðlaunahátíðina. AFP

Bein lýsing á mbl.is 

Spennan og eftirvæntingin er því ef til vill meiri en oft áður og verður grannt fylgst með gangi mála hér á mbl.is þar sem hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu á því sem fram fer auk þess sem ber hæst á samfélagsmiðlum í tengslum við hátíðina. Við hefjum leik upp úr miðnætti, eða þegar skærustu stjörnurnar fara að mæta á rauða dregilinn. Sjálf verðlaunaafhendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Hátíðin verður ekki sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu hér á landi en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum á facebooksíðu hátíðarinnar.

25 verðlaun í heild

En hvað mun bera hæst á hátíðinni í kvöld? Hverjir munu sigra og hvað mun koma á óvart? Hér má lesa umfjöllun The Washington Post um tilnefningarnar í heild sinni, en þar er meðal annars vakin athygli á að kvikmyndin All the Money in the World fær þrjár tilnefningar. Kevin Spacey var klipptur út úr myndinni eftir að hafa verið sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni á tökustað House of Cards og þá sér­stak­lega í garð ungra karla. Christopher Plum­mer tók við hlutverki Spaceys og gerði sér lítið fyrir og fékk til­nefn­ingu fyr­ir best­an leik í auka­hlut­verki.

Seth Meyers, kynnir kvöldsins, rúllar út rauða dreglinum fyrir stjörnurnar.
Seth Meyers, kynnir kvöldsins, rúllar út rauða dreglinum fyrir stjörnurnar. AFP

Ekki er búist við einum stórum sigurvegara í ár, en mynd Guillermos del Toros, The Shape of Water, hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar eða sjö. Mynd­irn­ar The Post, Three Bill­bo­ards Outsi­de Ebb­ing og Mis­souri hlutu svo sex hver.

Sjón­varpsþætt­irn­ir Big Little Lies hlutu flest­ar til­nefn­ing­ar eða sex tals­ins og Feud: Bette and Joan fjór­ar. Þá fengu þætt­irn­ir The Hand­maid's Tale, Fargo og This Is Us þrjár til­nefn­ing­ar hver.

Alls verða verðlaun veitt í 25 flokk­um, 14 fyr­ir kvik­mynd­ir og 11 fyr­ir sjón­varp. 

Aðgerðasinnar á „svörtum“ rauðum dregli 

#Metoo-byltingin mun líklega setja svip á hátíðina með fjölbreyttum hætti og þar er klæðaval stjarnanna ekki undanskilið. Greint hefur verið frá því að leikkonur sem og leikarar muni mæta í svörtu til að sýna samstöðu með konum sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í kvikmyndabransanum.

Þá hafa Meryl Streep, Michelle Williams, Emma Watson og fimm aðrar leikkonur tilkynnt að með þeim í för í kvöld verði aðgerðasinnar sem hafa beitt sér fyrir málefnum af fjölbreyttum toga, þar á meðal kynferðislegri áreitni.

Kynnir kvöldsins verður uppistandarinn Seth Myers og líklega hefur pressan á kynni kvöldsins aldrei verið meiri en nú. Hvernig hann stendur sig á svo eftir að koma í ljós.

 

Reese Witherspoon er tilnefnd fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Big …
Reese Witherspoon er tilnefnd fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. AFP
Meryl Streep verður ekki ein á ferð í kvöld.
Meryl Streep verður ekki ein á ferð í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir