Natalie Portman lét Hollywood heyra það

Natalie Portman skaut föstum skotum á Golden Globe verðlaunahátíðinni.
Natalie Portman skaut föstum skotum á Golden Globe verðlaunahátíðinni. mbl.is/AFP

Leikkonan Natalie Portman þurfti ekki að halda langan reiðilestur yfir Hollywood til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þegar Golden Globe-verðlaunin voru afhent í gær, sunnudag. 

Portman skaut á draumaverksmiðjuna þegar hún veitti verðlaun ásamt leikstjóranum Ron Howard. Portman fékk orðið eftir að Howard sagði að þau væru að veita verðlaun fyrir bestu leikstjórn. „Og hér eru allar karlmannstilnefningarnar,“ sagði Portman og uppskar mikil fagnaðarlæti. 

Með því að skjóta inn einu orði benti Portman á þá staðreynd að einungis karlmenn væru tilnefndir í flokknum. Það var leikstjórinn Guillermo Del Toro sem fór heim með styttuna fyrir kvikmynd sína Shape of Water. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan