Leikkonan Natalie Portman þurfti ekki að halda langan reiðilestur yfir Hollywood til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þegar Golden Globe-verðlaunin voru afhent í gær, sunnudag.
Portman skaut á draumaverksmiðjuna þegar hún veitti verðlaun ásamt leikstjóranum Ron Howard. Portman fékk orðið eftir að Howard sagði að þau væru að veita verðlaun fyrir bestu leikstjórn. „Og hér eru allar karlmannstilnefningarnar,“ sagði Portman og uppskar mikil fagnaðarlæti.
Með því að skjóta inn einu orði benti Portman á þá staðreynd að einungis karlmenn væru tilnefndir í flokknum. Það var leikstjórinn Guillermo Del Toro sem fór heim með styttuna fyrir kvikmynd sína Shape of Water.
Ron Howard: "We are honored ... to be here to present the award for best director."
— David Mack (@davidmackau) January 8, 2018
Natalie Portman, done with this shit: "And here are the all-male nominees." 🔥 pic.twitter.com/8JboypiADo