Skera upp herör gegn áreitni

Stjörnurnar í Hollywood voru samstíga á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt. Skera þarf upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 

Spennumyndin Three Billboards Outside Ebbing Missouri fékk flest verðlaun á hátíðinni eða fern talsins. Þykir þetta vísbending um hvert helstu Óskarsverðlaunastytturnar muni fara á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.

En veiting verðlauna var í öðru sæti á Golden Globe í ár því kynbundið ofbeldi og önnur kynbundin mismunun var í aðalhlutverki á hátíðinni. Oprah Winfrey átti salinn þegar hún flutti þakkarræðu sína en hún hlaut heiðursverðlaun hátíðarinnar í ár. 

Svart var litur hátíðarinnar í ár þar sem flestar konur mættu svartklæddar á rauða dregilinn í gærkvöldi. Með því vildu þær sýna afstöðu sína til kynferðislegrar áreitni sem virðist landlæg í Hollywood.

Seth Meyers, sem var kynnir Golden Globe-hátíðarinnar í fyrsta skipti í nótt, kom strax inn á það sem brennur á fólki – kynferðisleg áreitni. „Það er árið 2018, loksins má reykja marijúana og kynferðislegri áreitni er loksins neitað. Þetta verður gott ár,“ sagði Meyers meðal annars.

Hann bætti við að fyrir karla sem væru tilnefndir til verðlaunanna í ár væri þetta í fyrsta skipti í þrjá mánuði sem þeir kviðu því ekki að nöfn þeirra væru lesin upphátt. 

En það var kvikmynd Martin McDonagh, Three Billboards, sem hlaut flest verðlaunin á hátíðinni. Myndin fjallar um móður sem heyr harða baráttu við yfirvöld um að leysa morð á dóttur hennar. Myndin var valin besta dramamyndin, besta kvikmyndahandritið, leikkonan Frances McDormand var valin besta leikkonan í aðalhlutverki og Sam Rockwell besti leikarinn í aukahlutverki.

En McDonagh var ekki valinn besti leikstjórinn því mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro var verðlaunaður fyrir leikstjórn kvikmyndarinnar The Shape of Water. Engin kona var tilnefnd fyrir leikstjórn á Golden Globe í ár. 

Martin McDonagh, Sam Rockwell, Frances McDormand, Graham Broadbent og Peter …
Martin McDonagh, Sam Rockwell, Frances McDormand, Graham Broadbent og Peter Czernin komu öll að gerð Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. AFP

Þáttaröðin Big Little Lies var sigurvegari hátíðarinnar þegar kom að sjónvarpsþáttum en þar fengu þau Nicole Kidman, Alexander Skarsgård og Laura Dern öll leikaraverðlaun auk þess sem þáttaröðin var valin sú besta í hópi stuttra þáttaraða.

Hér er hægt að lesa allt um vinningshafana

Laura Dern, Jean-Marc Vallee og Nicole Kidman fengu öll verðlaun …
Laura Dern, Jean-Marc Vallee og Nicole Kidman fengu öll verðlaun fyrir Big Little Lies. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir