Stóru spurningu gærkvöldsins enn ósvarað

James Franco er leikkonunni Ally Sheedy hugleikinn.
James Franco er leikkonunni Ally Sheedy hugleikinn. mbl.is/AFP

Leikkonan Ally Sheedy mætti ekki á Golden Globe-verlðlaunahátíðina en stal þó senunni. Sheedy setti spurningarmerki við viðveru leikarans og leikstjórans James Francos á verðlaunaafhendingunni á Twitter. 

„Af hverju er karlmaður kynnir? Af hverju er James Franco hleypt inn? Sagði of mikið. Góða nótt, elska ykkur,“ tísti Sheedy fyrst en fór þó greinilega ekki að sofa og vakti í næsta tísti athygli á að leikarinn Christan Slater og leikarinn og leikstjórinn Franco sætu við borð. 

„James Franco var að vinna. Gerið það ekki spyrja mig af hverju ég sagði skilið við kvikmynda/sjónvarpsbransann,“ skrifaði Sheedy eftir að Franco vann verðlaun fyrir leik sinn í The Disaster Artist en myndinni leikstýrði hann einnig. 

Augu Hollywood hafa verið á MeToo-byltingunni og hreyfingu sem er kölluð Time's Up síðan upp komst um kynferðislegt ofbeldi og áreitni í kvikmyndabransanum og var James Franco meðal annars merktur Time's Up á jakka sínum. 

Tíst Sheedy virðist þó tengjast byltingunum eitthvað þar sem myllumerkið MeToo fylgdi með einu tístinu. Sheedy er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í The Breakfast Club frá árinu 1985 en Vanity Fair rifjar upp að hún vann með Franco árið 2014 þegar hann leikstýrði henni í Broadway-leikriti. Nokkurra ára gamlar fréttir af samskiptum Francos við 17 ára stúlku fóru einnig á flug í gærkvöldi. 

Margir klóra sér nú í hausnum eftir tíst Sheedy og vilja fá frekari útskýringu á ummælum hennar en tístunum þremur var seinna eytt af Twitter.

 

Ally Sheedy stal senunni á Golden Globe-hátíðinni þrátt fyrir að …
Ally Sheedy stal senunni á Golden Globe-hátíðinni þrátt fyrir að hafa ekki mætt. ljósmynd/Imdb
Christian Slater.
Christian Slater. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir