„Skemmtilegi karlinn í sjónvarpinu“

Í tilefni af 70 ára afmæli Davíðs Oddssonar var rætt …
Í tilefni af 70 ára afmæli Davíðs Oddssonar var rætt við Örn Árnason sem hefur leikið Davíð í tugi ára. Eggert Jóhannesson

Frá árinu 1985 hefur Örn Árnason leikið Davíð Oddsyni og er túlkun hans löngu orðin landsfræg. Í tilefni 70 ára afmælis Davíðs var rætt við Örn í síðdegisþættinum Magasíninu á K100, enda ekki margir sem hafa eytt jafn miklum tíma í að stúdera Davíð og hans framkomu undanfarna áratugi.

Fyrst í Skaupinu svo í Spaugstofunni

„Þetta er í áramótaskaupi 1985 að mig minnir best. Þá hafði hann ný lokið við að semja lag og gefið út. [Lagið] hét Reykjavíkurtjörn og hann var borgarstjóri. Það lá beinast við að ég myndi leika hann,“ segir Örn spurður út í upphafið að eftirhermuferli hans sem Davíð.

„Og ég söng Reykjavíkurtjörn og einhvern útúrsnúning á því lagi. Já og ég var sá borgarstjóri. Þannig festist þetta við mig. Ég var Davíð Oddsson ansi lengi,” segir Örn sem byrjaði svo að leika í Spaugstofunni árið 1989 með tilheyrandi vinsældum.  „Svo þegar hann verður forsætisráðherra þá náttúrulega fylgir maður því eftir. Þegar Geir varð forsætisráðherra þá varð ég hann. Þannig að ég hef svona verið mest á sjálfstæðivængnum. Meðan að Pálmi var mest í Framsóknarmönnum,“ segir Örn á léttum nótum. 

Óhætt er að fullyrða að Örn hafi átt sviðið í gegnum tíðina er kemur að því að herma eftir Davíð. Brynhildur Guðjónsdóttir sló þó rækilega í gegn í túlkun sinni á Davíð í leikritinu Guð blessi Ísland, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu á liðnu ári. Talið berst að því og Örn lýsir aðdragand þess hlutverks. „Ástæðan fyrir því að ég var í sýningunni líka var að Davíð fór að tala við Örn og segja honum til syndanna aðeins. Það var málið. Í raun hitti ég Davíð, já eða eftirhermuna.“

Örn eignar sér velgengni Davíðs

En hvor ætti að þakka hvorum fyrir velgengni í starfi? „Ég eigna mér það svolítið að hann hafi náð að vera svona lengi í embætti og halda þeim vinsældum,” segir Örn og segir skemmtilega frá því hvernig leiðir þeirra hafa legið saman í gegnum tíðina. Líkt og þegar Davíð sagði honum söguna af stúlkunni sem hafði hnippt í sig og spurt hvort hann væri „skemmtilegi karlinn í sjónvarpinu,” og var hún þá að tala um leikarann Örn í Spaugstofunni. Þannig hafi þeir fundið fyrir tilveru hvors annars af og til, enda báðir í áberandi hlutverkum í nokkra áratugi. 

Örn er þessa dagana að æfa fyrir verkefnið Slá í gegn þar sem Stuðmenn koma að tónlistarhlutanum. Á milli þess sem hann er í leikhúsinu starfar Örn sem leiðsögumaður hjá fyrirtækinu Bus Travel Iceland, en vinnan felst í því „að keyra og kjafta“ eins og hann orðar það.

Viðtalið við Örn má nálgast hér að neðan. 

Örn Árnason ásamt Hvata og Hulda í síðdegisþættinum á K100.
Örn Árnason ásamt Hvata og Hulda í síðdegisþættinum á K100. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar