„Skemmtilegi karlinn í sjónvarpinu“

Í tilefni af 70 ára afmæli Davíðs Oddssonar var rætt …
Í tilefni af 70 ára afmæli Davíðs Oddssonar var rætt við Örn Árnason sem hefur leikið Davíð í tugi ára. Eggert Jóhannesson

Frá ár­inu 1985 hef­ur Örn Árna­son leikið Davíð Odd­syni og er túlk­un hans löngu orðin lands­fræg. Í til­efni 70 ára af­mæl­is Davíðs var rætt við Örn í síðdeg­isþætt­in­um Magasín­inu á K100, enda ekki marg­ir sem hafa eytt jafn mikl­um tíma í að stúd­era Davíð og hans fram­komu und­an­farna ára­tugi.

Fyrst í Skaup­inu svo í Spaug­stof­unni

„Þetta er í ára­móta­s­kaupi 1985 að mig minn­ir best. Þá hafði hann ný lokið við að semja lag og gefið út. [Lagið] hét Reykja­vík­urtjörn og hann var borg­ar­stjóri. Það lá bein­ast við að ég myndi leika hann,“ seg­ir Örn spurður út í upp­hafið að eft­ir­hermu­ferli hans sem Davíð.

„Og ég söng Reykja­vík­urtjörn og ein­hvern út­úr­snún­ing á því lagi. Já og ég var sá borg­ar­stjóri. Þannig fest­ist þetta við mig. Ég var Davíð Odds­son ansi lengi,” seg­ir Örn sem byrjaði svo að leika í Spaug­stof­unni árið 1989 með til­heyr­andi vin­sæld­um.  „Svo þegar hann verður for­sæt­is­ráðherra þá nátt­úru­lega fylg­ir maður því eft­ir. Þegar Geir varð for­sæt­is­ráðherra þá varð ég hann. Þannig að ég hef svona verið mest á sjálf­stæðivængn­um. Meðan að Pálmi var mest í Fram­sókn­ar­mönn­um,“ seg­ir Örn á létt­um nót­um. 

Óhætt er að full­yrða að Örn hafi átt sviðið í gegn­um tíðina er kem­ur að því að herma eft­ir Davíð. Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir sló þó ræki­lega í gegn í túlk­un sinni á Davíð í leik­rit­inu Guð blessi Ísland, sem frum­sýnt var í Borg­ar­leik­hús­inu á liðnu ári. Talið berst að því og Örn lýs­ir aðdrag­and þess hlut­verks. „Ástæðan fyr­ir því að ég var í sýn­ing­unni líka var að Davíð fór að tala við Örn og segja hon­um til synd­anna aðeins. Það var málið. Í raun hitti ég Davíð, já eða eft­ir­hermuna.“

Örn eign­ar sér vel­gengni Davíðs

En hvor ætti að þakka hvor­um fyr­ir vel­gengni í starfi? „Ég eigna mér það svo­lítið að hann hafi náð að vera svona lengi í embætti og halda þeim vin­sæld­um,” seg­ir Örn og seg­ir skemmti­lega frá því hvernig leiðir þeirra hafa legið sam­an í gegn­um tíðina. Líkt og þegar Davíð sagði hon­um sög­una af stúlk­unni sem hafði hnippt í sig og spurt hvort hann væri „skemmti­legi karl­inn í sjón­varp­inu,” og var hún þá að tala um leik­ar­ann Örn í Spaug­stof­unni. Þannig hafi þeir fundið fyr­ir til­veru hvors ann­ars af og til, enda báðir í áber­andi hlut­verk­um í nokkra ára­tugi. 

Örn er þessa dag­ana að æfa fyr­ir verk­efnið Slá í gegn þar sem Stuðmenn koma að tón­list­ar­hlut­an­um. Á milli þess sem hann er í leik­hús­inu starfar Örn sem leiðsögumaður hjá fyr­ir­tæk­inu Bus Tra­vel Ice­land, en vinn­an felst í því „að keyra og kjafta“ eins og hann orðar það.

Viðtalið við Örn má nálg­ast hér að neðan. 

Örn Árnason ásamt Hvata og Hulda í síðdegisþættinum á K100.
Örn Árna­son ásamt Hvata og Hulda í síðdeg­isþætt­in­um á K100. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son