Shakira grunuð um skattsvik

Shakira er grunuð um að hafa svikið undan skatti.
Shakira er grunuð um að hafa svikið undan skatti. AFP

Skattayfirvöld á Spáni beina nú sjónum sínum að kólumbísku söngkonunni Shakiru og er mál hennar komið á borð saksóknara fyrir möguleg skattsvik.

Shakira flutti formlega lögheimili sitt frá Bahama-eyjum til Barcelona árið 2015 en þá hafði hún verið með knattspyrnumanninum Gerard Piqué síðan árið 2011. Er söngkonan grunuð um að hafa búið í Barcelona allt frá árinu 2012 og ekki borgað skatta á þeim árum. Ekki verður ákveðið fyrr en í júní hvort að formleg kæra verði gefin út. 

Shakira er búin að ráða til sín endurskoðanda vegna rannsóknarinnar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem skattamál Shakiru komast í fréttir. Mátti meðal annars finna nafn hennar í Paradísarskjölunum.  

Söngkonan Shakira og barnsfaðir hennar Gerard Piqué.
Söngkonan Shakira og barnsfaðir hennar Gerard Piqué. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka