Shakira grunuð um skattsvik

Shakira er grunuð um að hafa svikið undan skatti.
Shakira er grunuð um að hafa svikið undan skatti. AFP

Skatta­yf­ir­völd á Spáni beina nú sjón­um sín­um að kól­umb­ísku söng­kon­unni Shak­iru og er mál henn­ar komið á borð sak­sókn­ara fyr­ir mögu­leg skattsvik.

Shakira flutti form­lega lög­heim­ili sitt frá Bahama-eyj­um til Barcelona árið 2015 en þá hafði hún verið með knatt­spyrnu­mann­in­um Ger­ard Piqué síðan árið 2011. Er söng­kon­an grunuð um að hafa búið í Barcelona allt frá ár­inu 2012 og ekki borgað skatta á þeim árum. Ekki verður ákveðið fyrr en í júní hvort að form­leg kæra verði gef­in út. 

Shakira er búin að ráða til sín end­ur­skoðanda vegna rann­sókn­ar­inn­ar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem skatta­mál Shak­iru kom­ast í frétt­ir. Mátti meðal ann­ars finna nafn henn­ar í Para­dís­ar­skjöl­un­um.  

Söngkonan Shakira og barnsfaðir hennar Gerard Piqué.
Söng­kon­an Shakira og barns­faðir henn­ar Ger­ard Piqué. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir