Tímaritið Vanity Fair ákvað á síðustu stundu að birta ekki mynd af leikaranum James Franco á samsettri mynd sem prýðir forsíður tímaritsins. Ákvörðunin var byggð á ásökunum í garð Francos.
Fimm konur ásökuðu Franco um kynferðislega áreitni í kjölfar þess að hann vann Golden Globe-verðlaun fyrir The Disaster Artist. „Við tókum þá ákvörðun um að hafa James Franco ekki með á Hollywood-forsíðunni þegar við fréttum af ásökunum um ósæmilega hegðun hans,“ sagði talsmaður tímaritsins við Hollywood Reporter.
Stjörnuljósmyndarinn Annie Leibovitz tók myndirnar af stjörnunum en þar sem um samsetta mynd er að ræða hefur ekki verið mikið mál að sleppa Franco sem búið var að mynda og taka viðtal við.
Á forsíðunni má sjá Opruh Winfrey, Nicole Kidman, Reese Witherspoon, Tom Hanks, Michael B. Jordan, Zendaya, Jessica Chastain, Claire Foy, Michael Shannon, Harrison Ford, Gal Gadot, Vanity Fair-ritstjórinn Graydon Carter og Robert De Niro.
A post shared by Vanity Fair (@vanityfair) on Jan 25, 2018 at 4:02am PST