„Liggur við að þú finnir fyrir kúlunum“

Úr kvikmyndinni Óþekkti hermaðurinn sem um milljón Finnar hafa séð …
Úr kvikmyndinni Óþekkti hermaðurinn sem um milljón Finnar hafa séð frá því hún var frumsýnd í fyrra.

Ingvar Þórðar­son og Júlí­us Kemp eru meðfram­leiðend­ur Óþekkta her­manns­ins, dýr­ustu kvik­mynd­ar Finna frá upp­hafi. Millj­ón aðgöngumiðar hafa verið seld­ir í Finn­landi.

„Í Óþekkta her­mann­in­um ertu bara í stríðinu, það ligg­ur við að þú finn­ir fyr­ir kúl­un­um,“ seg­ir Ingvar og bæt­ir við fróðleiks­mola: „Það var slegið heims­met í spreng­ing­um í þess­ari mynd. Metið átti James Bond-mynd­in Spectre og þetta er bara í Heims­meta­bók Guinn­ess.“

Finnska kvik­mynd­in Tun­temat­on sotilas, eða Óþekkti hermaður­inn, sem byggð er á sam­efndri met­sölu­bók Vä­inö Linna frá ár­inu 1954, fer í al­menn­ar sýn­ing­ar í Bíó Para­dís í dag. Sögu­sviðið er Finn­land í hinu svo­kallaða Fram­halds­stríði sem Finn­ar háðu við Sov­ét­rík­in í seinni heims­styrj­öld­inni, á ár­un­um 1941-44 og er sag­an sögð frá sjón­ar­horni fjölda her­manna í til­tek­inni her­deild, allt frá herkvaðningu til vopna­hlés.

Tvær kvik­mynd­ir hafa áður verið gerðar eft­ir bók­inni sem telst til sí­gildra verka í finnskri bók­mennta­sögu og kvik­mynd­in nýja er sú dýr­asta sem gerð hef­ur verið í Finn­landi. Hún hef­ur notið feiki­lega góðrar aðsókn­ar þar í landi allt frá því hún var frum­sýnd í lok októ­ber í fyrra, á hundrað ára af­mæli finnska lýðveld­is­ins. Hef­ur nú selst rétt tæp millj­ón aðgöngumiða sem jafn­gild­ir því að fimmti hver Finni hafi séð mynd­ina. Finnsk kvik­mynd hef­ur ekki notið slíkr­ar aðsókn­ar í hálfa öld.

Fram­lag hers­ins millj­óna virði

Þeir Júlí­us Kemp og Ingvar Þórðar­son, sem reka fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Kisa, eru meðfram­leiðend­ur Óþekkta her­manns­ins en þeir hafa komið að fram­leiðslu ell­efu finnskra kvik­mynda frá ár­inu 1999, að sögn Ingvars. „Í þessu til­viki erum við beðnir að vera með og kom­um með evr­ópsk­an pen­ing inn í þetta en eng­an pen­ing frá Íslandi því sjóður­inn var ekki til í þetta,“ seg­ir Ingvar. 

Ingvar Þórðarson framleiðandi.
Ingvar Þórðar­son fram­leiðandi. mbl.is/​RAX

Hann seg­ir fram­leiðslu mynd­ar­inn­ar hafa kostað um sjö millj­ón­ir evra. „En í raun og veru kostaði hún mun meira því finnski her­inn lánaði okk­ur her­stöðvar og gerði alls kon­ar hluti fyr­ir okk­ur. Þannig að það má eig­in­lega segja að hún hafi kostað í pen­ing­um sjö millj­ón­ir en finnski her­inn lét okk­ur fá sem sam­varaði fimm til sex millj­ón­um,“ út­skýr­ir Ingvar og bæt­ir við að hver finnsk her­stöð sé á stærð við höfuðborg­ar­svæðið og skógi vax­in.

Ingvar seg­ir að um 55.000 manns hafi sóst eft­ir því að fara með auka­hlut­verk í mynd­inni, hlut­verk her­manna og 5.000 verið vald­ir úr þeim hópi. Og þenn­an her þurfti að fæða og veita húsa­skjól, sauma bún­inga og flytja milli staða.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell