Lóan „sömpluð“ í nýjasta laginu

Greta Salome Stefánsdóttir var að gefa út lagið Wildfire sem …
Greta Salome Stefánsdóttir var að gefa út lagið Wildfire sem er jafnframt lokalag myndarinnar um Lóa, sem verður frum­sýnd 2. fe­brú­ar og er talin dýrasta teiknimynd sem gerð hefur verið hérlendis. Mynd: Begga Svavars

Það skort­ir ekki verk­efni hjá söngkonunni Gretu Salóme sem var að gefa út lagið Wild­fire, sem teng­ist ís­lensku mynd­inni Lói. Hún er einnig með lag í bresku Eurovisi­on-keppn­inni, auk þess sem hún er nú að und­ir­búa og setja upp sön­gleik­ina Moul­in Rou­ge og Phantom of the Opera. Magasínið, síðdegisþátturinn á K100, fékk Gretu Salome í spjall í vikunni til að ræða lifið og verkefnin framundan. 

Með lag í bresku Eurovision-keppninni

Greta Salóme er meðhöf­und­ur lags sem kepp­ir í undan­keppni Eurovisi­on í ár í Bretlandi. Greta lýsir ferlinu og aðdragandum þannig að BBC hafi haft samband við sig í september og þeir hafi boðið nokkrum lagahöfundum til Danmerkur. Þeir höfðu þá valið rúmlega 20 lagahöfunda sem var boðið að koma saman og semja lög. „Okkar verkefni var að semja stuðlag og þannig varð þetta lag til,“ segir Greta, en þeir Emil Rosen­dal Lei og Sam­ir Salah Els­hafie eru meðhöfundar lagsins sem hlaut nafnið Crazy.

Þau fengu engin loforð um að lögin úr söngbúðunum yrðu valin, en þeirra lag var valið og stutt er síðan hún hitti Raya, söngkonuna sem mun flytja lagið, þann 7. febrúar þegar Bretar velja Eurovision-lag sitt.

Lóan og Tiny með í nýjasta laginu

Wildfire er nýjasta lag Gretu Salome og jafnframt titillag myndarinnar Lói – þú flýg­ur aldrei einn, sem verður frum­sýnd hér á landi 2. fe­brú­ar. Nú þegar hafa 55 lönd keypt kvik­mynda­rétt­inn og er talað um að myndin sé ein dýrasta íslenska teiknimyndin sem gerð hefur verið, en hún kostaði rúman milljarð og var sex ár í vinnslu.

Spurð út í aðdragandann að þessu samstarfi, segist hún hafa fengið símtal í desember frá Atla Örvarssyni sem sér um tónlistina í kvikmyndinni. Þar falaðist hann eftir samstarfi við Gretu Salome með titilag myndarinnar. Hún sló til og hitti Emil Lei og þau sömdu lagið á fjórum sólahringum.

Myndin fjallar um litla lóu sem þarf að lifa af veturinn. Þau kynntu sér hljóð lóunnar sem eru notuðu í viðlagi lagsins. Að auki fengu þau íslenska rapparann Tiny úr hljómsveitinni Quarashi til liðs við sig. 

Viðtalið má nálgast hér að neðan. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach