Markmiðið að fá harðsperrur í brosvöðvana

Agnes Marinósdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, og Regína Lilja Magnúsdóttir flytja lagið …
Agnes Marinósdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, og Regína Lilja Magnúsdóttir flytja lagið Svaka stuð.

Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir flytja lagið Svaka stuð á seinni kvöldi undankeppni Söngvakeppninnar 2018, laugardaginn 17. febrúar. 

Af hverju Eurovision?

Agnes: „Þegar stórt er spurt! Af hverju ekki? Það hefur verið draumur minn að fá að taka þátt í þessari söngkeppni, að fá að upplifa allt þetta umstang í kringum hana.“

Regína: „Því þar er vettvangurinn fyrir „overload“ af glimmeri!“

Stefanía: „Því það er ekkert jafn skemmtilegt og júróvisjon.“

Hvernig hófst vinnan við lagið?

Agnes: „Lagið er í raun fimm ára gamalt, en mig langaði að prófa að semja einhvern „mainstream“ smell. Það var ekki auðvelt og ég var aldrei ánægð þannig að ég fékk frænda minn hann Marinó Breka Benjamínsson til að gera það betra í rauninni, enda er hann snillingur. Úr því varð þetta lag og það lá í skúffu þar til nú.“

Hverju vonar þú að lagið skili til hlustenda?

Agnes: „Lagið á bara að skila af sér stuði og jákvæðni. Lífið þarf ekki alltaf að vera of flókið.“

Regína: „Að hlustandinn langi til að dansa og hafa gaman.“

Stefanía: „Nákvæmlega. Að hlustandinn langi að dansa og missa sig í gleðinni.“

Hvenær byrjuðu þið þú að syngja?

Agnes: „Ég er sturtusöngkona og hef verið í mörg ár, ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og listum, þannig að bara frá því ég var lítið barn.“

Regína: „Ég hef sungið frá því að ég var lítil. Var yfirleitt með skemmtiatriði í fjölskylduboðum, nett þreytandi eflaust, og söng mikið með systrum mínum. Svo tók ég upp allar söngvakeppnir framhaldsskólanna og horfi á þær aftur og aftur og aftur og kunni öll atriðin utan af.“

Stefanía: „Ég byrjaði að syngja bara sem barn og var farin að koma fram reglulega um 14 ára aldur. Ég hef alltaf haft bilandi áhuga á tónlist og söng. Ég byrjaði sjö ára að læra Celine Dion plötur utan að.“

Uppáhalds Eurovisonlagið?

Agnes:  „Ég verð að segja Euphoria, það er bara svo illa töff lag, það kemur mér alltaf í einhverskonar söng/drama tilfinningu.“

Regína:  „My star er held ég uppáhalds lagið mitt og auðvitað þjóðernisballaðan bistra voda með hljómsveitinni Regina.“

Stefanía: „Wadde Hadde Dude Da. Það kemur mér í svo ótrúlega gott skap.“

Hvernig er gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina? 

Agnes: „Undirbúningurinn gengur glimrandi vel. Þetta er miklu meiri vinna en ég bjóst við, en skemmtileg. Við æfum eða hittumst næstum alla daga. Við förum á dansæfingar hjá dansnillingnum henni Birnu Björnss, svo erum við að æfa okkar að syngja.“ 

Stefanía: „Það er ekkert sem kemst að nema gleði og að hafa gaman. Agnes sagði í byrjun að hún vildi vera komin með harðsperrur í brosvöðvana að keppni lokinni og það stefnir alveg í það.“

Hvað hefur komið þér mest á óvart í tengslum við Eurovisionferlið?

Agnes: „Allur þessi undirbúningur, en vá hvað ég er búin að læra mikið og kynnast miklum snillingum.“

Regína: „Að Gunni Helga kunni ekki að dansa charleston.“

Stefanía:  „Hvað mér finnst erfitt að velja uppáhalds Eurovisionlag. Ég ákvað samt svarið en ég gæti nefnt 100 í viðbót.“

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

Agnes:  „Auðvitað halló, við þyrftum að byggja við Egilshöllina eða bara halda þetta úti á Klambratúni.“

Regína: „Ekki spurning. Við myndum halda hana í Kórnum, væri það ekki bara krúttlegt?“

Stefanía: „Uuuu já! Okkar tími mun koma. Mér líst vel á Klambratún, eða Laugardalinn jafnvel.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson