Ferillinn fór á flug eftir Samfés 2004

Rakel Pálsdóttir syngur lagið Óskin mín.
Rakel Pálsdóttir syngur lagið Óskin mín.

Rakel Páls­dótt­ir syng­ur lagið Óskin mín eft­ir Hall­grím Bergs­son í Söngv­akeppn­inni 2018. Rakel stíg­ur á svið á seinna undanúr­slita­kvöld­inu, laug­ar­dag­inn 17. fe­brú­ar. 

Af hverju Eurovisi­on?

„Eurovisi­on er mjög góður vett­vang­ur til þess að koma sjálf­um sér á fram­færi. Þetta er í fjórða skiptið sem ég tek þátt og finnst þetta alltaf jafn­skemmti­legt. Maður fær svo rosa­lega góða reynslu út úr þessu og svo kynn­ist maður líka fullt af nýju skemmti­legu fólki.“

Hvernig hófst vinn­an við lagið?

„Hall­grím­ur sem samdi Óskin mín hringdi í mig og bað mig um að flytja lagið. Þá hafði önn­ur söng­kona bent á mig og sagði að lagið myndi henta mér og minni rödd. Sem er al­veg hár­rétt.“

Hverju von­ar þú að lagið skili til hlust­enda?

„Ég vona að lagið skili góðri til­finn­ingu, að fólki finn­ist gott að hlusta á mig syngja og njóti þessi. Lagið hef­ur líka fal­leg­an boðskap sem höfðar til allra.“

Hvenær byrjaðir þú að syngja og hvernig byrjaði tón­listaráhug­inn?

„Ég hef sungið al­veg frá því ég man eft­ir mér, en svona af al­vöru þá var það á unglings­ár­un­um. Ég sigraði Söng­keppni Sam­fés árið 2004 og það var gríðarleg­ur stökkpall­ur fyr­ir mig. Á þess­um tíma voru 64 atriði sem kepptu um 1. sætið. Eft­ir þann sig­ur byrjuðu verk­efn­in að streyma til mín og hef ég verið syngj­andi síðan þá við ýmis til­efni. Bakradd­ar­verk­efni, söngv­akeppn­in, brúðkaup, skírn­ir, jarðarfar­ir og margt fleira.“

Upp­á­halds-Eurovi­son­lagið?

„Ég á mér mörg upp­á­halds-Eurovisi­on lög en þessa stund­ina er eitt af þeim lagið Undo sem Sanna Niel­sen söng fyr­ir hönd Svíþjóðar árið 2014.“

Hvernig geng­ur und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir Söngv­akeppn­ina?

„Und­ir­bún­ing­ur geng­ur mjög vel. Við reyn­um að æfa einu sinni til tvisvar í viku og svo æfum við auka­lega uppi í RÚV með Söngv­akeppni­steym­inu. Á æf­ing­um ein­beit­um við okk­ur við það að þétta radd­ir og fraser­ing­ar. Dag­arn­ir hafa verið mjög þétt setn­ir. Mikið af upp­tök­um, viðtöl­um og fleira sem verður til þess að maður hef­ur minni tíma fyr­ir fjöl­skyld­una og vinn­una. En það er bara skemmti­legt.“

Hvað hef­ur komið þér mest á óvart í tengsl­um við Eurovisi­on-ferlið?

„Það er ekk­ert sem hef­ur komið mér á óvart. Þetta er bara allt ofsa­lega skemmti­legt. Ég er alltaf að átta mig bet­ur á því hvað við ís­lend­ing­ar eig­um mikið af góðu tón­listar­fólki.“

Get­ur Ísland unnið Eurovisi­on og hvar ætti að halda keppn­ina?

„Ísland get­ur vel unnið Eurovisi­on. Við stækk­um Laug­ar­dals­höll­ina og höld­um keppn­ina þar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka