Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár, samtals 14. Röðin er tilnefnd sem sjónvarpsefni ársins, leikið sjónvarpsefni, fyrir leikstjórn, handrit, leik kvenna í aukahlutverki, kvikmyndatöku, klippingu, hljóð, leikmynd, búninga, gervi og tónlist.
Edda Björgvinsdóttir er tilnefnd fyrir leik sinn í Undir trénu, en myndin hlýtur samtals 12 tilnefningar.
Fast á hæla Föngum fylgir kvikmyndin Undir trénu með 12 tilnefningar. Myndin er ásamt Svaninum og Vetrarbræðrum tilnefnd sem mynd ársins og síðan tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit, leik í aðal- og aukahlutverki, klippingu, hljóð, brellur, leikmynd og tónlist.
Gríma Valsdóttir er tilnefnd fyrir leik sinn í Svaninum, en myndin hlýtur alls níu tilnefningar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni (ÍKSA) þar sem allar tilnefningar ársins eru kynntar. Alls verða veitt verðlaun í 26 flokkum auk heiðursverðlauna á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fer 25. þessa mánaðar á hótel Hilton Reykjavík Nordica og sýnd er beint á RÚV.
Bætt hefur verið einum flokki milli ára, þ.e. upptöku- eða útsendingastjórn. Líkt og á síðasta ári gefst almenningi kostur á að kjósa um sjónvarpsefni ársins.
Heiða Rún Sigurðardóttir er tilnefnd fyrir túlkun sína á Stellu Blómkvist, en samnefnd sjónvarpsþáttaröð hlýtur alls átta tilnefningar.
Kvikmynd
- Svanurinn
- Undir trénu
- Vetrarbræður
Leikstjórn
- Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svaninn
- Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir Undir trénu
- Ragnar Bragason fyrir Fanga
Leikari í aðalhlutverki
- Elliott Crosset Hove fyrir Vetrarbræður
- Jóhannes Haukur Jóhannesson fyrir Ég man þig
- Steinþór Hróar Steinþórsson fyrir Undir trénu
Leikkona í aðalhlutverki
- Edda Björgvinsdóttir fyrir Undir trénu
- Gríma Valsdóttir fyrir Svaninn
- Heiða Rún Sigurðardóttir fyrir Stellu Blómkvist
Leikari í aukahlutverki
- Lars Mikkelsen fyrir Vetrarbræður
- Sigurður Sigurjónsson fyrir Undir trénu
- Þorsteinn Bachmann fyrir Undir trénu
Leikkona í aukahlutverki
- Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Fanga
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir Fanga
- Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir Fanga
Handrit
- Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svaninn
- Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir Undir trénu
- Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason fyrir Fanga
Kvikmyndataka
- Jakob Ingimundarson fyrir Ég man þig
- Martin Neumeyer fyrir Svaninn
- Árni Filippusson fyrir Fanga
Klipping
- Guðni Hilmar Halldórsson og Gunnar B. Guðbjörnsson fyrir Stellu Blómkvist
- Kristján Loðmfjörð fyrir Undir trénu
- Valdís Óskarsdóttir, Sigurður Eyþórsson og Sverrir Kristjánsson fyrir Fanga
Hljóð
- Björn Viktorsson, Frank Mølgaard Knudsen og Sylvester Holm fyrir Undir trénu
- Huldar Freyr Arnarson, Pétur Einarsson og Daði Georgson fyrir Fanga
- Tina Andreas fyrir Svaninn
Tónlist
- Daníel Bjarnason fyrir Undir trénu
- Gunnar Örn Tynes og Örvar Smárason fyrir Svaninn
- Pétur Ben fyrir Fanga
Brellur
- Kontrast, Davíð Jón Ögmundsson, Sigurgeir Arinbjarnarson og Arnar Jónsson fyrir Stellu Blómkvist
- Pétur Karlsson fyrir Svaninn
- The Gentlemen Broncos, Alexander Schepelern, Emil Pétursson og Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Undir trénu
Leikmynd
- Haukur Karlsson fyrir Stellu Blómkvist
- Heimir Sverrisson fyrir Fanga
- Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Undir trénu
Gervi
- Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Out of Thin Air
- Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Stellu Blómkvist
- Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Fanga
Búningar
- Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Stellu Blómkvist
- Helga Rós V. Hannam fyrir Fanga
- Sylvia Dögg Halldórsdóttir fyrir Svaninn
Heimildarmynd
- Háski fjöllin rumska
- Out of Thin Air
- Reynir sterki
Stuttmynd
Frétta- eða viðtalsþáttur
- Auðæfi hafsins 2
- Fósturbörn
- Kveikur
Mannlífsþáttur
- Hæpið
- Leitin að upprunanum
- Paradísarheimt
- Ævar vísindamaður
- Ævi
Menningarþáttur
- Framapot
- Kiljan
- Klassíkin okkar
- Opnun
- Tungumál framtíðarinnar
Skemmtiþáttur
- Andri á flandri í túristalandi
- Áramótaskaup 2017
- Hulli 2
Sjónvarpsmaður
- Guðrún Sóley Gestsdóttir fyrir Kastljós og Menninguna
- Sigríður Halldórsdóttir fyrir Ævi
- Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fyrir Leitina að upprunanum
- Sigyn Blöndal fyrir Stundina okkar
- Unnsteinn Manuel Stefánsson fyrir Hæpið
Upptöku- eða útsendingastjórn
- Helgi Jóhannesson fyrir Njálu
- Helgi Jóhannesson og Vilhjálmur Siggeirsson fyrir Söngvakeppnina 2017
- Jón Haukur Jensson fyrir Voice Live
- Þór Freysson fyrir Kórar Íslands
- Þór Freysson fyrir Nýrdönsk: sjálfshátíð í sjónvarpssal
Barna- og unglingaefni
Leikið sjónvarpsefni
- Fangar
- Loforð
- Stella Blómkvist
Sjónvarpsefni ársins
- Fangar
- Fósturbörn
- Kveikur
- Leitin að upprunanum
- Loforð
- Opnun
- Stella Blómkvist
- Ævi
- Örkin