Aniston og Theroux hætt saman

Jennifer Aniston og Justin Theroux.
Jennifer Aniston og Justin Theroux. AFP

Leik­ar­arn­ir Jenni­fer Anist­on og Just­in Theroux eru hætt sam­an eft­ir tveggja og hálfs árs hjóna­band. Sam­tals hafði parið verið sam­an í sjö ár.

Í yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins segja An­stin og Theroux að ákvörðunin hafi verið tek­in í sam­ein­ingu við lok síðasta árs, sam­kvæmt fjöl­miðlum vest­an­hafs.

„Við vild­um koma fram og segja frá þessu vegna þess að slúðurmiðlar geta farið á flug og skrifað alls kon­ar hluti,“ kom fram í yf­ir­lýs­ingu. „Allt sem er prentað sem kem­ur ekki beint frá okk­ur er þvæla.“

Fyrr­ver­andi hjón­in höfðu eytt tölu­verðum tíma hvort í sínu lagi síðustu mánuði en oft sást til Theoroux í New York, fjarri heim­ili þeirra í Los Ang­eles.

Til­kynn­ing­in er send út nokkr­um dög­um eft­ir 49 ára af­mæli Anist­on.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Láttu það eftir þér að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Ertu Kannski að eyða allt of miklum tíma í eitthvað sem þér er alveg sama um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Láttu það eftir þér að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Ertu Kannski að eyða allt of miklum tíma í eitthvað sem þér er alveg sama um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir