Svartur verður einkennisliturinn á Bafta

Bafta-verðlaunin verða afhent í Royal Albert Hall í kvöld. Búast …
Bafta-verðlaunin verða afhent í Royal Albert Hall í kvöld. Búast má við svörtum „rauðum dregli“ þar sem kvikmyndastjörnur munu sýna samstöðu með #metoo-byltingunni. AFP

Rómantíska fantasían „The Shape of Water“ í leikstjórn Mexíkóans Guillermos del Toros trónir á toppi til­nefningarlista Bafta-verðlaunanna sem afhent verða við hátíðlega athöfn í Royal Albert Hall í kvöld.

Líkt og á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem fram fór í síðasta mánuði verður einkennislitur rauða dregilsins svartur þar sem stjörnurnar munu sameina krafta sína til að sýna samstöðu með #metoo-byltingunni og benda á mikilvægi þess að skera þarf upp herör gegn kyn­bundnu of­beldi og annarri kyn­bund­inni mis­mun­un.

„The Shape of Water“ er tilnefnd til 12 verðlauna, en þar á eftir kemur glæpadramað „Three Bill­bo­ards Outsi­de Ebb­ing, Mis­souri“ og stríðsmyndin „Dar­kest Hour“ með níu til­nefn­ing­ar hvor.

Eintómir karlmenn tilnefndir fyrir bestu leikstjórn

Myndirnar þrjár eru allar tilnefndar sem besta kvikmyndin ásamt „Dunkirk“ í leikstjórn Chistopher Nolan sem gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar líkt og „Darkest Hour“. Þá er rómantíska myndin „Call Me By Your Name“ í leikstjórn Luca Guadagnino einnig tilnefnd sem besta myndin.

Fimm karlmenn, Del Toro, Guadagnino, Nolan, Martin McDonagh (fyrir Three Billboards), eru tilnefndir fyrir bestu leikstjórn, ásamt Denis Villenueve fyrir „Blade Runner 2049“. Sú staðreynd hefur verið gagnrýnd harðlega, sérstaklega í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað síðastliðna mánuði þar sem konur hafa greint frá reynslu sinni í kvikmyndabransanum.

Stofna breskan sjóð fyrir fórnarlömb kynferðislegrar áreitni eða misnotkunar

Meðal leikkvenna sem ætla að mæta í svörtu í kvöld líkt og þær gerðu á Golden Globe eru Margot Robbie og Allison Janney, sem þykir gefa sterk fyrirheit um það sem koma skal í kvöld.

Margot Robbie mun klæðast svörtu í kvöld líkt og hún …
Margot Robbie mun klæðast svörtu í kvöld líkt og hún gerði á Golden Globe. AFP

Þá hafa 200 breskar stjörnur úr kvikmyndaheiminum skrifað undir opið bréf sem birt var í The Observer í dag þar sem þær krefjast þess að kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni verði útrýmt.

Kate Winslet, Emma Watson, Emma Thompson, Kristin Scott Thomas, Keira Knightley og Saoirse Ronan hafa meðal annars ritað nafn sitt við bréfið. Þær eru einnig hluti af Time's Up-baráttuhreyfingunni í Bandaríkjunum, í frétt BBC kemur fram að þær hafi nú stofnað nýjan sjóð undir bresku flaggi sem ber heitið Réttlætis-og jafnréttissjóður Bretlands. Sjóðurinn mun, líkt og Time‘s Up-hreyfingin, styðja ein­stak­linga sem orðið hafa fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni eða mis­notk­un á vinnustað. 

Hvað gerir Katrín?

Ekki er ljóst hvort hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, eða Katrín, muni mæta í svörtu, eða hvort hún muni mæta yfirhöfuð, ásamt eiginmanni sínum Vilhjálmi, sem gegnir starfi forseta bresku kvikmyndaakademíunnar (BAFTA). Í frétt AFP er bent á að ef Katrín mun fylgja kynsystrum sínum gæti hún um leið brotið gegn siðareglum krúnunnar, þar sem skýrt er tekið fram að konungsfjölskyldan skuli ekki taka þátt í almennum mótmælum. Ljóst er að allra augu verða á hertogaynjunni, mæti hún á annað borð.

Mun Katrín mæta í kvöld? Ef svo verður, mun hún …
Mun Katrín mæta í kvöld? Ef svo verður, mun hún klæðast svörtu? AFP

Bafta-hátíðin fer fram mitt á milli Golden Globe og Óskarsins og mun því ýta enn frekar undir hverju von er á í mars þegar Óskarsverðlaunin verða afhent. Áhugavert verður að sjá hvernig Ab­solu­tely Famous-stjarnan Jo­anna Lumley mun fjalla um #metoo, Harvey Weinstein og allt sem á hefur gengið í kvikymdabransanum út frá bresku sjónarhorni á hátíðinni í kvöld þar sem hún verður í hlutverki kynnis. Lumley mun fet­a í fót­spor Stephens Frys sem hef­ur tólf sinn­um verið kynn­ir á Bafta.

Undibúningur fyrir Bafta-verðlaunin er í fullum gangi og hér má …
Undibúningur fyrir Bafta-verðlaunin er í fullum gangi og hér má sjá liðsmenn Cirque de Solei-sirkussins stilla sér upp fyrir framan sætaskipanina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup