Borðaði ekki í viku eftir skilnaðinn við Moore

Ashton Kutcher og Demi Moore giftu sig árið 2005.
Ashton Kutcher og Demi Moore giftu sig árið 2005. mbl.is/Cover Media

Leikarinn Ashton Kutcher var langt niðri þegar hann skildi við leikkonuna Demi Moore. Hann ræddi það hvernig hann brást við skilnaðinum við leikarann Dax Shepard í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert. 

Samkvæmt Page Six sagði Kutcher að hann hafði ekki borðað í viku eftir skilnaðinn. „Rétt eftir að ég skildi fór ég í viku einn upp í fjöllin. Ég tók allar tölvur í burtu, símann minn, allt,“ sagði Kutcher. „Ég var bara með skrifblokk og penna og vatn og te fyrir viku.“

Kutcher var staddur í Montana í Bandaríkjunum í þessari andlegu ferð sinni. Það að borða ekki neitt fór þó ekki vel með hann. Á degi tvö var hann byrjaður að sjá ofsjónir. Auk þess að aftengja sig og lifa á vatni reyndi hann að stunda tai chi þó svo að hann hafði enga reynslu af bardagalistinni. 

Í skrifblokkina sem hann tók með sér skrifaði hann niður allt sem hann sá eftir úr fyrri samböndum. Fyrrverandi kærustur fengu síðan bréf með þessum upplýsingum. 

Samband Ashton Kutcher og Demi Moore vakti mikla athygli á sínum tíma en Kutcher er 16 árum yngri en Moore. Kutcher og Moore giftu sig árið 2005, sex árum seinna hættu þau saman og árið 2013 gekk skilnaðurinn í gegn. 

Ashton Kutcher og Demi Moore.
Ashton Kutcher og Demi Moore. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup