Leikkonan Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eignuðust stúlku síðasta dag febrúarmánaðar. Snorri tilkynnti fæðingu frumburðarins á Facebook í dag, föstudag.
„Fædd kl. 10 28.02.18. Fallegasta mannvera sem nokkru sinni hefur verið til. Við erum mjög hamingjusöm lítil fjölskylda,“ skrifaði Snorri.
Saga var spræk á meðgöngunni og tók meðal annars við Edduverðlaunum fyrir Áramótaskaupið á sunnudaginn.