Á hverju er von á Óskarnum?

Stóra stundin nálgast.
Stóra stundin nálgast. AFP

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles í kvöld í skugga afhjúpana á umfangsmiklu kynferðisofbeldi og áreitni í kvikmyndageiranum. Þetta er 90. hátíðin sem haldin er og fer hún að venju fram í Dolby-leikhúsinu.

Grínistinn Jimmy Kimmel er kynnir hátíðarinnar, annað árið í röð. Búist er við því að hann verði beittur í ádeilu sinni. Hann hefur þó þegar sagt að brandararnir muni ekki snúast beinlínis um #metoo-byltinguna. 

En andi þeirrar byltingar verður hins vegar alltumlykjandi í kvöld, bæði á rauða dreglinum og í hátíðarsalnum. Þá má eiga von á því að verðlaunahafar kvöldsins minnist á áhrif byltingarinnar í þakkarræðum sínum.

Meðal þeirra sem stíga á svið og flytja tónlist í kvöld eru Sufjan Stevens og Mary J. Blige.

Flestir telja að Guillermo del Toro fái verðlaun fyrir bestu leikstjórn og að myndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri verði valin besta myndin. Margir hafa veðjað á að Alisson Janney verði valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem móðir skautadrottningarinnar Tonyu Harding. Þá hefur því verið spáð að Coco, mynd Disney Pixar, verði valin besta teiknimyndin.

Að lokinni verðlaunaathöfninni munu stjörnurnar svo koma saman í mikilli veislu og sýna sig og sjá aðra. 

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir