Valgerður Guðnadóttir flytur þessa dagana íslensk dægurlög í nýjum búningi í Salnum í Kópavogi og kíkti hún, ásamt Matthíasi Stefánssyni gítarleikara, í spjall í Magasínið á K100.
Í viðtalinu rifjuðu þau Hulda og Hvati upp prinsessutímabil Valgerðar, það þegar hún láði Disney-persónum eins Pocahontas, Mulan og Litlu Hafmeyjunni rödd sína.
Fréttamaður stöðvarinnar, Auðun Georg, kom einnig eitt sinn að Disney verkefni og las inn á auglýsingu um Pocahontas og Hvati kom að hljóðsetningu auglýsinga fyrir þá mynd.
Á Instagram síðu K-100 sjá smá stutt sýnishorn af Valgerði rifja upp sönginn og Auðun textann sinn. Hér að neðan má nálgast viðtalið í heild.