Gleðin við völd á Sónar Reykjavík

Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu um helgina.
Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu um helgina. Ljósmynd/Stefán Pálsson/Sónar Reykjavík

Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fór vel af stað í gær og var mikil stemming í Hörpu að sögn skipuleggjenda. Meðal þeirra sem komu fram í gær voru Danny Brown, TOKiMONSTA, The Joey Christ Show, Vök, Blissful, GusGus, Cyber auk fleiri. 

Hátíðin fer fram í Hörpu um helgina á fjórum sviðum. Alls er boðið upp á tónleika rúmlega 50 hljómsveita og listamanna á hátíðinni, meðal annars í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. 

Aldarfjórðungs afmæli Sónar er fagnað á hátíðinni í Reykjavík. Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Fyrsta Sónar hátíð ársins 2018 fer fram á Íslandi. Í kjölfar Sónar Reykjavík fara síðan fram Sónar hátíðir í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires síðar á árinu.

Í kvöld koma meðal annarra fram Sykur, Reykjavíkurdætur, Nadia Rose, TroyBoi, Bjarki og Underworld. Nánari dagskrá fyrir kvöldið má nálgast hér

Gestir hátíðarinnar skemmtu sér vel í gær líkt og sjá má á þessum myndum: 

Vök á sviði.
Vök á sviði. Ljósmynd/Ásgeir Helgi/Sónar Reykjavík
Lexi Picasso tryllti lýðinn er hann kom fram með Joey …
Lexi Picasso tryllti lýðinn er hann kom fram með Joey Christ á Sónar. Ljósmynd/Berglaug/Sónar Reykjavík
Gus Gus kom fram á Sónar í fyrsta sinn.
Gus Gus kom fram á Sónar í fyrsta sinn. Ljósmynd/Aníta Björk/Sónar Reykjavík
Frá tónleikum Cyber.
Frá tónleikum Cyber. Ljósmynd/Ásgeir Helgi/Sónar Reykjavík
Blissful kom fram í Hörpu í gær.
Blissful kom fram í Hörpu í gær. Ljósmynd/Berglaug/Sónar Reykjavík
Söngkonan Bríet er að stíga sín fyrstu spor í tónlistarheiminum.
Söngkonan Bríet er að stíga sín fyrstu spor í tónlistarheiminum. Ljósmynd/Ásgeir Helgi/Sónar Reykjavík
Gestir á Sónar Reykjavík skemmtu sér vel á fyrra kvöldi …
Gestir á Sónar Reykjavík skemmtu sér vel á fyrra kvöldi hátíðarinnar í gær. Ljósmynd/Stefán Pálsson/Sónar Reykjavík
Frá fyrra kvöldi Sónar í Hörpu í gær.
Frá fyrra kvöldi Sónar í Hörpu í gær. Ljósmynd/Aníta Björk/Sónar Reykjavík
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir