Madre Mia og 200 Mafía komust áfram

Madre Mia fagna í kvöld.
Madre Mia fagna í kvöld. mbl.is/Hanna

Hljómsveitin Madre Mia og rappgengið 200 Mafía komust áfram í fyrsta undankvöldi Músíktilrauna sem fram fór í kvöld. Sveitirnar tryggðu sér þar með sæti á úrslitakvöldinu sem fer fram á laugardag.

Vinkonurnar í Madre Mia eru fjórtán og fimmtán ára, búa á Akranesi og spila indískotið popp. Þær heita Katrín Lea Daðadóttir, sem syngur og leikur á bassa og kassatrommu, Hekla María Arnardóttir, sem syngur og leikur á gítar, og Sigríður Sól Þórarinsdóttir, sem syngur og leikur á hljómborð.

Þær hafa allar sterkan grunn í tónlist eftir að hafa verið lengi í Tónlistarskólanum á Akranesi og tvær þeirra hafa unnið Hátónsbarkakeppni grunnskólanna á Akranesi og komist inn á Söngvakeppni Samvest.

Frétt mbl.is: Músíktilraunir í Hörpu í kvöld

200 Mafia-strákarnir voru í skýjunum.
200 Mafia-strákarnir voru í skýjunum. mbl.is/Hanna

Rappgengið 200 Mafía er af Kársnesinu í Kópavogi, skipuð átta tvítugum piltum sem nota listamannsnöfnin Rino, Land Cruiser, Yung Machete, Svenni Lumm, K2, Fríó, Gaddakylfan og Sultan og passa sig gjarnan á því að vera ekki of miklir Kings, en Kings eru þeir þó.

Þeir heita annars Oddur Örn Ólafsson og Huginn Goði Kolbeinsson, sem smíða takta og rappa, Markús Björnsson, sem rappar, og Kári Örvarsson, Guðmundur Hauksson, Sveinn Sigurðarson, Þorgeir Björnsson og Sindri Frans Pálsson, en allir þeir síðarnefndu rappa og skrúfa upp stemmninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir